Um Origami Sushi

Fyrsta flokks hráefni

Hjá Origami sushi er lögð gríðarleg áhersla á að útvega besta hráefni sem völ er á. Eðli málsins samkvæmt er ákveðinn hluti hráefnisins innflutt og þá veljum við aðeins það besta sem í boði er að utan, annars leggjum við áherslu á að nota íslenskt hráefni. Allt salat, gúrkur, paprikur, tómatar og það grænmeti sem fæst íslenskt er notað hjá Origami sushi, að auki notum við íslenskan lax og íslenskar kjúklingabringur.

Allt búið til af færu starfsfólki Origami sushi

Við leggjum áherslu á að búa til sjálf frá grunni allt það sem fer í sushibakkana. Allar sósurnar okkar, tempura, omelettur og salöt eru búin til af starfsfólki Origami sushi.

Nálægt þér, hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu

Origami sushi fæst í úrvali í öllum matvöruverslunum Hagkaups og því ætti að vera stutt að fara fyrir flesta á höfuðborgarsvæðinu að grípa sér bakka.

Fjölbreytt úrval af gómsætu sushi

Hjá Origami sushi reynum við að þjóna sem stærstum hópi viðskiptavina með því að hafa úrvalið fjölbreytt. Bakkarnir eru gerðir með þarfir ólíkra hópa að leiðarljósi og sem dæmi má nefna krakka sushi, sushibakka með engu hráu, sushi úr brúnum grjónum og quinoa, auk margra og ólíkra bakka með klassísku sushi.